Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2011 09:31

Fíkniefni fundust á Akranesi í tveimur aðskildum málum

Lögreglan á Akranesi stöðvaði sl. föstudagskvöld bifreið sem þrír voru í. Fljótt vaknaði grunur um fíkniefnamisferli og reyndist sá grunur á rökum reistur því að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna, einn farþeginn faldi kannabisefni í bifreiðinni og farið var í húsleit heim til hins farþegans. Þar fundust um 5 gr. af amfetamíni og kannabis.  Um nóttina var síðan maður á tvítugsaldri handtekinn á Akranesi einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Við leit á honum fundust um 8 gr. af amfetamíni í söluumbúðum. Í tengslum við það mál var farið í húsleit á Akranesi og var þar lagt hald á rúmlega 20 gr. af amfetamíni og var húsráðandi á fertugsaldri handtekinn og játaði hann eigu sína á þeim efnum. Öllum aðilum var sleppt eftir yfirheyrslur og teljast málin upplýst en beðið er eftir niðurstöðum úr fíkniefnaakstrinum.

 

 

 

Lögreglan á Akranesi vill minna á fíkniefnasímann 860-4755 þar sem að hægt er að koma ábendingum til lögreglu nafnlaust er varðar upplýsingar um fíkniefnamál.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is