Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2011 10:01

Íslandsmót í boccia fór fram í Borgarnesi

Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmót FAÍA 50+ í boccia fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi, en skammstöfun þessi stndur fyrir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra - 50+. Jafnframt var þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið utan Reykjavíkur. Hér var það Félag aldraðra í Borgarnesi og nágrenni sem skipulagði mótið og þótti undirbúningur og framkvæmd þess takast afar vel. Um undirbúning og framkvæmd sáu félagarnir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen en yfirdómari var Þórður Jónsson úr Borgarnesi.

 

 

 

 

Síðast þegar mót af þessu tagi var haldið mættu um 20 lið. Nú mættu hins vegar 32 lið til keppni víðsvegar að af landinu og spiluðu þrír í hverju liði. Þeir sem lengst komu voru frá Siglufirði. Keppt var í átta fjögurra liða riðlum á fjórum völlum. Öll lið kepptu því þrjá leiki en efstu fjögur liðin léku sín á milli alls fjóra leiki hvert til viðbótar. Úrslit urðu þau að lið Reyknesinga sigraði, í öðru sæti varð lið úr Borgarnesi, í þriðja sæti lið frá Neista í Garðabæ og í fjórða sæti var lið úr Grundarfirði.  Vestlendingar áttu því góðu gengi að fagna á mótinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is