Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2011 11:32

Snæfell semur við Jón Ólaf og Hildi

Í Stykkishólmi var á sunndag gengið frá samningum við öfluga leikmenn í karla- og kvennaliðin fyrir næsta tímabil. Jón Ólafur Jónsson lykilmaður hjá Snæfelli síðasta vetur og undanfarin ár skrifaði undir áframhaldandi samning við félagið. Þá kemur borin og barnfædd körfuboltakona úr Hólminum heim að nýju og leikur með Snæfellsliðinu næsta vetur. Það er Hildur Sigurðardóttir sem mörg undanfarin ár hefur verið í lykilhlutverki í KR-liðinu. Er það mikill styrkur fyrir kvennaliðið að Hildur skuli ákveða að breyta til og koma heim á ný úr vesturbænum.

 

 

 

 

 

Bæði voru þau Hildur og Jón Ólafur undir smásjá annarra félaga. Eftir frækilega frammistöðu Jón Ólafs síðasta vetur, þar sem hann steig upp sem leiðtogi, hefur síminn hringt mikið og meira að segja hafa fulltrúar eins erlends liðs haft samband við kappann. En Nonni Mæju segir að grasið sér ekki grænna hinum megin.

Í tilkynningu frá Snæfelli segir að félagið sé nú á fullu að vinna í leikmannamálum og þetta sér fyrsta skrefið í undirskriftum við leikmenn. Spennandi tímar séu framundan hjá kvenna- og karlaliðunum sem bæði spila í Iceland express deildunum næsta vetur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is