18. apríl. 2011 12:45
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félagsfundi VG í Borgarbyggð sem haldinn var á Hvanneyri í gær: „Ríkisstjórnin tekst nú á við gríðarlega mikið og erfitt verk, hreinsunarstarf og skítmokstur eftir gengdarlausa óstjórn hægriflokkanna um langt árabil. Stefna VG miðar að því að byggja hér upp samfélag á grunni félagslegs jafnréttis og umhverfisverndar. Til þess að þessi uppbygging geti haldið áfram ríður á að þingmenn flokksins starfi í samræmi við stefnu hans og vinni saman að framkvæmd stefnunnar. Fundur VG í Borgarbyggð haldinn 17. apríl, lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórnina og harmar ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar, að starfa utan þingflokks Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Við teljum kröftum hans betur varið innan þingflokksins en utan. Kjósendur hans treystu á að hann myndi vinna með flokknum og þykir okkur einnig miður að hann hafi ekki reifað þessa ákvörðun sína við sitt bakland í NV- kjördæmi.“