19. apríl. 2011 11:21
Rússakeppni hefur verið í gangi í vetur hjá Hvíta bænum á Hamri við Borgarnes og spilað að jafnaði annan hvern fimmtudag. Á síðasta spilakvöldinu kom í ljós hver hreppti titilinn "Rússameistarinn" og er hann um leið fyrsti meistarinn í þessu ágæta spili hér á landi frá upphafi. Var það Jón Þórðarson í Borgarnesi sem var krýndur Rússameistari 2011. Annað sætið hreppti Guðjón Viggósson í Rauðanesi og í þriðja sæti varð Inga Kolfinna Ingólfsdóttir í Borgarnesi. Loks má geta þess að foreldrafulltrúar nokkurra bekkja í Grunnskóla Borgarness hafa í vetur fengið þær Guðrúnu og Erlu í Hvíta bænum til að setja upp rússakeppni fyrir bekkina og hafa krakkarnir haft gaman af og spilin jafnan tekin upp í frímínútum eftir það.