Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2011 10:01

Óskað eftir tilnefningum um frumkvöðul Vesturlands 2010

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa á hverju ári frá 2005 veitt frumkvöðlaverðlaun Vesturlands og óska nú eftir tilnefningum í sjötta sinn. Í tilkynningu frá SSV segir að tilgangurinn með verðlaununum sé að styrkja og vekja athygli á öflugu frumkvöðlastarfi á Vesturlandi. Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í sérhverju samfélagi, ekki síst í smáum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda hefur verið ákveðið að taka upp samstarf við Vaxtarsamning Vesturlands og veita peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Verkefnin þurfa að styðja með beinum hætti við uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi.

 

 

 

 

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska nú eftir tilnefningum um einstaklinga eða fyrirtæki sem skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum og tilkynna val á frumkvöðli ársins á frumkvöðla- og nýsköpunardegi sem haldinn verður í mars næstkomandi. Dómnefnd mun einkum horfa til eftirfarandi: Í fyrsta lagi nýjabrum á svæðinu, í öðru lagi nýnæmi í framkvæmdum, atvinnulífi eða félagslífi, í þriðja lagi fyrir framfarir. Hversu mikið framfaraskref er um að ræða fyrir landshlutann. Loks verður áræði metið,það hversu mikið áræði og fyrirhyggju þurfti til að gera verk úr hugmyndinni. Svæði getur náð yfir allt Vesturland eða viðkomandi sveitarfélag, allt eftir eðli starfseminnar og verður að meta það í hverju tilfelli fyrir sig.  Fimm fyrirtæki hafa fengið frumkvöðlaverðlaun Vesturlands. Þau eru: Sparisjóður Mýrasýslu 2005, All senses 2006, Sjávarrannsóknarsetrið Vör 2007, Kjarnafiskur 2008 og Erpsstaðir 2009.

 

Tilnefningar þurfa að berast til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi eða með tölvupósti á netfangið frumkvodull@ssv.is. Einnig eru á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi www.skessuhorn.is og Skessuhorns www.skessuhorn.is eyðublöð til útfyllingar. Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum og þurfa að hafa borist fyrir 6. maí næstkomandi.

 

Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar þeirra fyrirtækja sem hlutu tilnefningar í valinu á Frumkvöðli Vesturlands á síðasta ári. Þorgrímur á Erpsstöðum er sitjandi fyrir miðri mynd, en Rjómabúið Erpsstöðum hlaut þá verðlaunin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is