Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2011 11:01

Píslir og páskar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd

“Í tárinu miðju” er yfirskrift dagskrár, sem haldin verður nú í Dymbilviku og á páskum í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Er yfirskriftin sótt í eitt ljóða Ísaks Harðarsonar, en hann mun einmitt leggja dagskránni lið með ljóðalestri. Þá mun Sigurður Skúlason leikari lesa Passíusálmana í heild sinni á föstudaginn langa og á páskadag verður frumflutt nýtt tónverk eftir Báru Grímsdóttur tónskáld, sem hún samdi sérstaklega fyrir Kór Saurbæjarprestakalls við upprisuljóð eftir Hallgrím Pétursson. Ber það heitið “Hjartað fagnar” og er samið fyrir blandaðan kór og orgel.

 

 

 

“Í tárinu miðju” hefst á Skírdag með þrennum tónleikum. Á þeim fyrstu, sem hefjast kl. 14.00, munu Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon organisti bjóða upp á blöndu af orgeltónlist barokktímans og íslenskum kirkjusöngvum og flytja meðal annars verk eftir Bach, Buxtehude og Jón Leifs. Klukkan 17.00 á Skírdag mun Kór Saurbæjarprestakalls, undir stjórn Arnar Magnússonar, svo flytja eldri og yngri tónlist við sálma Hallgríms Péturssonar.  Þriðja efnisskráin á Skírdag hefst klukkan 20.30 en þá mun Ísak Harðarson flytja nokkur ljóða sinna úr ljóðabókinni “Rennur upp um nótt” en hún kom út árið 2009  og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár ásamt bók Gyrðis Elíassonar, sem hlaut verðlaunin. Ísak mun njóta fulltingis þeirra Gunnars Kvaran, cellóleikara, og Hauks Guðlaugssonar, organista, sem munu flytja tónlist á milli lestra.

Á föstudaginn langa verður svo krossvaka í Hallgrímskirkju í Saurbæ en þar mun Sigurður Skúlason leikari flytja Passíusálmana í heild sinni í þriðja sinn. Hefst flutningurinn kl. 13.30 og er ráðgert að honum ljúki um kl. 19.00 eða um fimm og hálfum tíma síðar. Orgelspuni eftir u.þ.b. 10. hvern sálm um efni þeirra verður í höndum Arnar Magnússonar organista.

Á páskadag verður svo hátíðarmessa kl.11.00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Þar verður, eins og fyrr sagði, frumflutt tónverkið “Hjartað fagnar” eftir Báru Grímsdóttur tónskáld en það er samið við fjögur af þeim 22 versum sem er að finna í upprisuljóði Hallgríms Péturssonar, sem finna má í handriti sem skrifað var á Hólum árið 1676 handa Ragnheiði Jónsdóttur Arasonar, sem þá var þrítug að aldri og  nýorðin biskupsfrú.

Aðgangur að dagskránni er ókeypis og er þeim sem hyggjast koma til að hlýða á upplestur Passíusálmanna bent á að gott getur verið að hafa þá meðferðis til að fylgjast betur með. Einnig er rétt að fram komi að undir lestri sálmanna er hægt að koma og fara að vild þannig að enginn þarf að vera bundinn af því að hlýða á þá alla nema vilji til þess sé til staðar.

-fréttatilkynning

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is