Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2011 01:01

Sturlaugur heiðraður á ársþingi ÍA

Ársþing Íþróttabandalags Akraness, það 67. í röðinni, var haldið í samkomusalnum á Jaðarsbökkum  sl. sunnudag. Þingið var vel sótt, en alls mættu 35 fulltrúar frá 13 aðildarfélögum ÍA. Lögð var fram ársskýrsla ÍA fyrir árið 2010 og farið yfir ársreikninga íþróttabandalagsins. Í ræðu sinni fór Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA yfir það helsta í starfi íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á liðnu ári. Kom hann í máli sínu sérstaklega inná það að ÍA er 65 ára á árinu og af því tilefni væri verið að vinna því að koma sýningunni “Íþróttir í 100 ár” fyrir í íþróttamannvirkjum bæjarins. Sturlaugur fór ítarlega yfir fjármál íþróttahreyfingarinnar sem eru í jafnvægi þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Hrósaði hann félögunum fyrir ábyrgan rekstur og þakkaði fórnfýsi þeirra, enda væri í sjálfu sér ekki endalaust hægt að stóla á kraftaverk sjálfboðaliðanna við að fjármagna íþróttastarfið.

 

 

 

Hafsteinn Pálsson fulltrúi ÍSÍ ávarpaði þingið og hrósaði hann ÍA fyrir mjög öflugt starf og ábyrgan rekstur. Kom hann inn á mikilvægi þess að íþróttahreyfingin stæði vörð um helstu tekjustofna sína, Lottó og getraunir. Hafsteinn sagðist þó einkum vera kominn til þess að afhenda Sturlaugi Sturlaugssyni formanni ÍA heiðursmerki ÍSÍ. Sturlaugur er búinn að vera formaður ÍA síðan 1999. Sagði Hafsteinn Sturlaug hafa unnið ómetanlegt starf í þágu íþróttanna á Akranesi í áratugi og sé vel að þessari heiðursviðurkenningu kominn.

 

Áskoranir til stjórnvalda

Þingið samþykkti einróma að skora á Akraneskaupstað að hækka fyrirhugaða rekstrarstyrki til íþróttahreyfingarinnar umtalsvert í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Einnig ályktaði þingið um að styðja heilshugar það sjónarmið, sem kom fram í ræðu Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ á 70. þingi sambandsins 8. – 9. apríl sl., þar sem hann varaði stjórnvöld við því að ráðast að tekjustofnum íþróttahreyfingarinnar. Fulltrúar Akraneskaupstaðar á ársþinginu þökkuðu ÍA fyrir öflugt og myndarlegt starf. Sögðust þeir taka alvarlega þær ályktanir sem samþykktar voru og sögðust vonast eftir að eiga áfram gott samstarf við íþróttahreyfinguna og óskuðu velfarnaðar í framtíðinni.

 

Sturlaugur Sturlaugsson var endurkjörinn formaður ÍA sem og Ellert Ingvarsson varaformaður. Þeir breytingar urðu á framkvæmdastjórn ÍA að þær Guðlaug Sverrisdóttir og Margrét Ákadóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Inn í stjórnina komu þau Laufey Sigurðardóttir og Karl Þórðarson. Halldór Fr. Jónsson færði sig um set og tók sæti í varastjórn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is