Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2011 02:21

Starfsmenn Elkem fá ein mánaðarlaun aukalega

Fyrir hádegi í dag var undirritaður þriggja ára kjarasamningur sem Verkalýðsfélag Akraness gerði við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna járnblendifélagsins Elkem á Grundartanga. Samningurinn felur í sér um 9,5% launahækkun á þessu ári, 3,3% hækkun á því næsta og 3% hækkun á árinu 2012. Að auki mun fyrirtækið greiða aukalega ein mánaðarlaun í eingreiðslu til starfsmanna vegna góðrar afkomu við næstu launaútborgun. Samningurinn verður kynntur starfsmönnum Elkem á morgun.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í samtali við Skessuhorn samninginn mjög ásættanlegan. “Laun starfsmanna hækka strax um 30 til 35 þúsund krónur á mánuði eftir starfsaldri. Þá hefur það alltaf verið krafa fyrirtækisins að ávinningur þess skili sér til starfsmanna og því er þessi háa eingreiðsla mjög kærkomin. Sem dæmi má nefna að starfsmaður sem hefur starfað hjá Elkem í tíu ár fær eingreiðslu að upphæð 500 þúsund króna vegna afturvirkni samningsins en hann gildir frá 1. janúar síðastliðnum. Kjarasamningarnir gefa upp undir 18% launahækkun á fyrsta árinu með eingreiðslunni og í heildina um 26% launahækkun með eingreiðslunni,” sagði Vilhjálmur.

 

 

 

 

Hann segir þessa samninga klárlega verða til viðmiðunar í viðræðum við fyrirtækin Norðurál og Klafa á Grundartanga, en Klafi er félag í eigu Elkem og Norðuráls og sér um útflutning fyrir þau. “Ef við tökum Norðurál sem dæmi þá hefur ávinningur fyrirtækisins verið gríðarlegur undanfarið til dæmis vegna hækkunar á álverði en heimsmarkaðsverð á áli er núna í 2600-2700 dollurum. Það er mjög mikilvægt fyrir Grundartangasvæðið að þar ríki stöðugleiki en nú séu til dæmis að koma inn nýir eigendur á Elkem. Á sama tíma og breytingar eigi sér stað sé mikilvægt að ágóði fyrirtækjanna skili sér til starfsmanna,” segir Vilhjálmur að endingu og bætir því við að hann sé ánægður með kjarasamningana en þeir hafi ekki náðst átakalaust.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is