Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. apríl. 2011 01:09

Kaffi Vínyll opnar í Fossatúni í dag

Kaffihúsið Kaffi Vínyll verður opnað í dag í Fossatúni í Borgarfirði. Í fréttatilkynningu segir að á kaffihúsinu verði boðið upp á fjölbreyttar veitingar með áherslu á heimagert ljúfmeti, hádegishlaðborð, rétti dagsins, grillmeti og fleira. Á síðasta ári voru 700 vinylplötur settar upp í veitingasal á staðnum. Gestir í Fossatúni sýndu þessu mikinn áhuga og höfðu frammi óskir um að fá ákveðna tónlist með ákveðnum réttum. Þannig hefur það sannreynst að hljómsveitin Shadows fer til dæmis ákaflega vel með plokkfiski, eins og segir í tilkynningu.

 

 

 

 

Um 3.000 vinylplötur hafa nú verið settar fram sem gestir geta skoðað og fengið að hlusta á. Plötusafnið er eign Steinars Berg en hann var áður útgefandi íslenskrar tónlistar, umboðsmaður erlendra útgáfufyrirtækja og rak auk þess nokkrar plötubúðir. Safnið endurspeglar það sem hann hlustaði á frá á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þegar veldi vinylplötunnar reis hvað hæst. Á staðnum eru einnig 30-40 ára gamlar græjur í toppstandi úr eigu Steinars. Hátalararnir voru lengi vel stærstu heimilishátalarar landsins og þegar fyrsta vörusýningin var haldin í Laugardalshöllinni á síðari hluta áttunda áratugarins voru þeir fengnir til afnota þar. Veitingasalurinn er skreyttur með gullplötum og nokkrum öðrum munum sem tengjast útgáfustarfssemi Steinars. Því til viðbótar er hægt að glugga í nokkra árganga tónlistartímarita og fletta bókum sem fjalla um þetta tónlistartímabil.

 

Kaffi Vínyll verður opið nú um páskana og allar helgar fram til loka maí, en þá tekur við almennur opnunartími.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is