Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2011 07:01

Gular og glaðar á konukvöldi ÍA

Mikið fjör og góð aðsókn var á konukvöldi ÍA sem haldið var í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum fyrir skömmu. “Við erum fyrir löngu búin að sprengja alla samkomusali á Skaganum utan af okkur og alltaf er jafngóð aðsókn á þessa fjáröflun sem við í kvennafótboltanum erum búin að standa fyrir í 12-14 ár,” segir Jóhanna Leópoldsdóttir, einn aðalforsprakkinn fyrir konukvöldinu í samtali við Skessuhorn. Um 330 konur sóttu samkomuna og klæddust gulum lit, en þema kvöldsins var „gular og glaðar,“ eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi mynd þar sem klæðst var gulu og dreypt á gulum veigum.

Á konukvöldinu er boðið upp á hátíðarmat, tískusýningu og ýmiss skemmtiatriði. ÍA á um þessar mundir mjög efnilegt unglingalið, 2. flokk kvenna, stelpur sem eru búnar að spila saman frá því þær voru níu ára gamlar. Stelpurnar þjónuðu til borðs á konukvöldinu og nutu einnig aðstoðar karlpenings sem að örðu leyti hafði sig ekki í frammi, enda kvöldið kvenþjóðarinnar.

 

Veislustjórar voru hinir þekktu útvarpsmenn Siggi Hlö og Valli sport og stóðu þeir fyrir samkvæmisleikjum sem voru meðal skemmtiatriða. Hápunkt kvöldsins sagði Jóhanna Leópoldsdóttir þó hafa verið söng stúlknanna á lagi eftir þjálfara sinn Elvar Grétarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is