23. apríl. 2011 07:00
Í nýlegri frétt Skesuhorns af Íslandsmóti í badminton fórst fyrir að geta þess að ÍA átti Íslandsmeistara í B-flokki á mótinu. Það voru þau Konráð F. Sigurðsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir sem sigruðu í tvenndarleik. ÍA á margt efnilegt badmintonfólk sem væntanlega á eftir að láta mikið að sér kveða á Íslandsmótum á næstu árum.