Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2011 07:01

Stykkishólmur er fyrsti viðkomustaður Háskólalestarinnar

Háskóli Íslands er skóli allra landsmanna og því er aldarafmæli skólans fagnað víða um land. Þar verður í fararbroddi svokölluð Háskólalest sem ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa – viðburði og vísindi, fjör og fræði. Fyrstu áfangastaðir Háskólalestarinnar eru Stykkishólmur og Hvolsvöllur en á ferðaáætlun lestarinnar í sumar eru samtals níu viðkomustaðir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rannsóknasetur HÍ á landsbyggðinni, Háskóla unga fólksins, Vísindavefinn, grunnskóla, sveitarfélög og fleiri.

 

 

 

 

Heimsókn Háskólalestarinnar á hverjum áfangastað stendur yfirleitt í tvo daga, þann fyrri sækja grunnskólanemar margvísleg námskeið en síðari dagurinn er ætlaður gestum á öllum aldri. Viðkomustaðir lestarinnar auk Stykkishólms og Hvolsvallar, verða Höfn, Skagaströnd, Húsavík, Bolungarvík, Egilsstaðir, Sandgerði og Seltjarnarnes. Dagskráin er sérsniðin að hverjum áfangastað.

 

Dagskrá dagana 29. og 30. apríl

Í Stykkishólmi býðst nemendum í 5. – 10. bekk grunnskólans að að sækja valin námskeið úr Háskóla unga fólksins föstudaginn 29. apríl. Þar kynnast nemendur japönsku, stjörnufræði, eðlisfræði, nýsköpun, íþrótta- og heilusfræði og jarðfræði. Að morgni laugardagsins 30. apríl, kl 10:30, er boðið í fuglaskoðun undir leiðsögn sérfræðinga Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. 

Klukkan 12 til 16 verður síðan efnt til sannkallaðrar vísindaveislu á Hótel Stykkishólmi. Í fjölbreyttri dagskrá er meðal annars sýning félaga úr Sprengjugenginu landsfræga, eldorgel, stjörnutjald, leikir, japönsk menning, Vísindavefur HÍ og undur jarðar, hafs og himins. Kynntar verða náttúrurannsóknir á Snæfellsnesi, rannsóknakafbáturinn Gavia verður til sýnis og háfur verður krufinn. Gestir geta kynnt sér radíósenditækni í minkum og skoðað krabba, fugla, fiska og spendýr svo fátt eitt sé nefnt. Í stuttum fræðsluerindum kynnast gestir meðal annars bernskubrekum æðarblika, botndýrum við Íslandsstrendur, eðli minksins og ferðum geimfara um himingeiminn.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is