Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2011 11:58

VG á Snæfellsnesi gagnrýnir stöðu sjávarútvegsmála og vill að Ásmundur víki

Sameiginlegur fundur svæðisfélaga Vinstri grænna í Grundarfirði og Stykkishólmi samþykkti á fundi sínum nýlega þrjá ályktanir. Tvær snúa að sjávarútvegsmálum en í þeirri þriðju er ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns VG um að segja sig úr þingflokknum harðlega gagnrýnd og hann hvattur til að segja af sér þingmennsku.

Fyrri ályktun fundarins um sjávarútvegsmál hljóðar svo: „Vinstri græn í Grundarfirði og Stykkishólmi skora á stjórnvöld að leggja fram hið fyrsta tillögu að breytingum í sjávarútvegsmálum eins og báðir flokkar ríkisstjórnarinnar voru kosnir til."

 

 

 

 

Þá samþykkti fundurinn einnig ályktun þar sem vinnubrögðum Samtaka atvinnulífsins í kjaraviðræðum viið ASÍ er mótmælt: „Vinstri græn í Grundarfirði og Stykkishólmi lýsa vanþóknun á vinnubrögðum Samtaka atvinnulífsins að tengja saman pólitíska stjórnun og ákvarðanatöku á fiskveiðistjórn landsins og kjörum og kjarabótum launafólks.  Vinnubrögð og hagsmunagæsla af þessu tagi undirstrikar þá nauðsyn að þeir sem aðhyllast vinstristefnu og félagshyggju standi saman í þeirri baráttu sem stendur yfir um auðlindir Íslands og um framtíðarmöguleika komandi kynslóða til lífsviðurværis, jöfnuðar og tækifæra.“

 

Ásmundur víki af þingi

„Sameiginlegur fundur svæðisfélaga Vinstri grænna í Grundarfirði og Stykkishólmi samþykkti eftirfarandi ályktun: Vinstri græn í Grundarfirði og Stykkishólmi krefjast þess að Ásmundur Einar Daðason segi af sér þingmennsku og hleypi á þing fulltrúa Vg sem styður ríkisstjórnina og er tilbúinn að vinna að stefnu Vg í víðu samhengi. Þar sem Ásmundur Einar tók þá ákvörðun að styðja ekki sitjandi ríkisstjórn sem Vg er aðili að heldur samþykkja vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins teljum við eðlilegt og sanngjant að Ásmundur Einar víki af þingi.  Ákvörðun Ásmundar Einars er tekin án alls samráðs og án vitneskju félagsmanna Vg á áðurnefndu svæði enda hafa tengsl Ásmundar við félagsmenn Vg í Grundarfirði og Stykkishólmi verið í lágmarki frá kosningum.  Við þær erfiðu aðstæður sem þjóðin stendur frammi fyrir og til að verja þann góða árangur sem þegar hefur náðst í endurreisn landsins eftir hrun frjálshyggjunnar er mikilvægt að alþingismenn horfi til framtíðar.  Eins máls málflutningur alþingismanna er ekki vænlegur til árangurs.  Svæðisfélög Vg í Grundarfirði og Stykkishólmi lýsa yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is