Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2011 10:55

Margt á döfinni á afmælisári þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Búið er að ráða landverði til starfa fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul fyrir næsta sumar og verða sjö ráðnir. Ákveðið var að bæta við sem svarar þremur störfum frá síðasta ári vegna Vatnshellisins. Vegna atvinnuátaks ríkisstjórnarinnar lagði þjóðgarðurinn fram hugmyndir að sex störfum, bæði almennum störfum og sérfræðistörfum. Ekki fékkst heimild til að ráða í þessi störf að þessu sinni með átaksverkefninu. Nýlega var ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á ferðinni fyrir vestan. Að sögn Gubjargar Gunnarsdóttur þjóðgarðsvarðar voru framkvæmdir síðasta árs skoðaðar og spáð í það sem framundan er. Meðal þeirra var Írskrabrunnur endurhlaðinn síðasta sumar en hann hrundi saman í óveðri fyrir tveimur árum. Í ár á að lagfæra aðgengi að honum og leggja pallastétt frá bílastæði að brunninum.

Einnig á að leggja göngustíg með pallastétt upp á Djúpalónshól en byrjað var á því að leggja slíka stétt að salernunum og í átt að hólnum síðasta haust.

 

„Í vetur hafa framkvæmdir verið í Vatnshelli og er búið að setja annan hringstiga þannig að hægt er að fara enn dýpra niður í jörðina en áður. Ýmsar fleiri bætur hafa verið gerðar á aðgengi um hellinn. Á síðasta ári var byrjað að leggja göngustíg á Arnarstapa og aðkoma að styttunni af Bárði var löguð,“ segir Guðbjörg og nefnir að pallur hafi verið byggður á móts við Gatklett. „Haldið verður áfram að lagfæra aðgengi á svæðinu. Í sumar verður einnig byrjað að lagfæra fjárhús á Malarrifi sem þjóðgarðurinn hefur til umráða. Þá verður hringsjá sett upp á Saxhóli. Auk þessara framkvæmda er ætlunin að lagfæra bílastæði, setja upp fræðsluskilti, áningarborð og fleira á nokkrum stöðum.“

 

Almennur bæklingur um þjóðgarðinn Snæfellsjökul kom út á þýsku og frönsku á síðasta ári en var áður kominn á íslensku og ensku. Einnig kom út gönguleiðabæklingur á tungunum fjórum en í honum eru stuttar lýsingar á völdum gönguleiðum ásamt korti og myndum. Guðbjörg Gunnarsdóttir getur þess að lokum að í sumar verður þjóðgarðurinn tíu ára.

 

Á myndinni er ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins, f.v. Skúli Alexandersson fulltrúi Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Magnús A. Sigurðsson varamaður Kristínar Huldar Sigurðardóttur, fulltrúi Fornleifaverndar ríkisins, Ólína B. Kristinsdóttir, fulltrúi Snæfellsbæjar og Hjalti J. Guðmundsson, fulltrúi Umhverfisstofnunar og formaður nefndarinnar. Ljósm. gg.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is