28. apríl. 2011 08:01
Fyrirtækið SmáPrent á Akranesi var stofnað í nóvember síðastliðnum og hefur reksturinn gengið vonum framar, að sögn Tinnu Óskar Grímarsdóttur eiganda. “Hugmyndin kviknaði árið 2008. Ég missti starf mitt hjá Morgunblaðinu, þar sem ég vann í auglýsingadeildinni, þegar þar var skorið niður eftir hrunið. Það má segja að ég hafi verið neydd til að stofna þetta fyrirtæki því ég vildi ólm vinna við það sem ég hef áhuga á. Þetta gerði ég með dyggri aðstoð frá og unnusta mínum Axel Frey Gíslasyni. Í ljós kom að mér líkar bara vel við að skapa mína eigin vinnu,” sagði Tinna Ósk þegar þau Axel settust niður með blaðamanni í síðustu viku, en Tinna er lærður prentsmiður, eða grafískur miðlari, eins og starfið er stundum kallað.
Rætt er við eigendur fyrirtækisins SmáPrents á Akranesi í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.