Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2011 11:01

Verslunin vakti meiri áhuga en rafmagnið

Þessa dagana er verið að breyta verslun Samkaupa Úrvals í Borgarnesi í verslun Nettó og verður hún opnuð á morgun, föstudag. Fyrir nokkrum vikum kom til starfa nýr verslunarstjóri hjá Samkaupum sem einnig mun veita Nettóversluninni forstöðu. Sá heitir Gísli Tryggvi Gíslason og er aðeins á 25. aldursári. Gísli hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað hjá Samkaupum í langan tíma, eða alveg frá táningsárunum og í nokkur ár gegnt starfi verslunarstjóra. Gísli Tryggvi kom frá verslun Samkaupa Strax við Borgarbraut á Akureyri þar sem hann var verslunarstjóri í tvö ár og einnig stýrði hann verslun Samkaupa á Blönduósi í eitt ár. Hann á að baki diplómanám í verslunarstjórnun frá Bifröst, en byrjaði reyndar á því að læra rafvirkjun við VMA á Akureyri, þar sem hann ólst upp frá níu ára aldri eftir að hafa slitið barnsskónum í Reykjavík.

 

Í Skessuhorni vikunnar er spjallað við verslunarstjórann unga í Nettó í Borgarnesi.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is