Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2011 03:33

Víkingarnir í Ólafsvík búa sig undir komandi tímabil

Knattspyrnusumarið nálgast óðfluga; flautað verður til leiks í VISA bikarnum og Pepsi deildinni 1. maí næstkomandi og fyrstu leikir 1. deildarinnar fara fram 13. maí. Þar eiga Vestlendingar tvo fulltrúa, ÍA og Víking Ólafsvík, en þeir síðarnefndu koma ferskir inn í 1. deildina eftir óaðfinnanlegt tímabil í 2. deildinni á síðasta ári.

“Undirbúningstímabilið hefur gengið vel hjá okkur,” sagði Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur í samtali við Skessuhorn. “Við unnum öll 1. deildar liðin sem við mættum í Lengjubikarnum, töpuðum á móti Val og Víking R en gerðum jafntefli við ÍBV. Það er nauðsynlegt að hefja tímabilið með krafti í maí en markmiðið er að sjálfsögðu að vera í efri hluta 1. deildarinnar eftir sumarið.” Fyrsti leikur Víkinga er gegn Leikni í bikarnum 8. maí næstkomandi og þá verður nýja stúkan við Ólafsvíkurvöll jafnframt vígð. Fyrsti leikurinn í deildinni er einnig heimaleikur en þá taka Víkingar á móti Haukum.

 

Nánar er rætt við Jónas Gest Jónasson formann knattspyrnudeildar Víkings í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is