Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2011 07:01

Skaginn og sjávarútvegsfyrirtækin á stærstu sjávarútvegsýningu heims

Nú stendur sem hæst hjá Skaganum á Akranesi og nokkrum sjávarútvegs-fyrirtækjum, svo sem HB Granda, Vigni G. Jónssyni hrognavinnslu og Akraborg, lokaundirbúningur vegna þátttöku í sjávarútvegssýningum í Brussel í Belgíu í byrjun maímánaðar. European Seafood Exposition, ESE, er haldin 3. til 5. maí, samhliða sýningunni Seafood Processing Europe, SPE. Sjávarútvegsfyrirtækin taka þátt í ESE-sýningunni og í ár taka rúmlega 700 fyrirtæki þátt í þeirri sýningu.  Skaginn tekur hinsvegar þátt í hinni sýningunni, SPE, sem er vettvangur véla- og tækjaframleiðenda, en þar eru þátttakendur rúmlega 200 talsins frá 22 löndum. Hefur Skaginn tekið þátt í sýningunni flest þau rúmlega tíu ár sem fyrirtækið hefur starfað. Skaginn leigir bás hjá Íslandsstofu á sýningunni og munu þrír starfsmenn fyrirtækisins standa vaktina og kynna framleiðslu Skagans á SPE-sýningunni. 

 

 

 

Mikilvæg í markaðsstarfi

Búist er við að gestir frá meira en 150 þjóðlöndum sæki sýningarnar í Brussel. HB Grandi hefur tekið þátt í ESE-sýningunni frá árinu 2005 og verður þetta  í sjöunda sinn sem starfsemi og afurðir félagsins verða kynntar á sýningarbás félagsins. ,,Sjávarútvegssýningin í Brussel er mikilvægasta sýning sinnar tegundar og sú langstærsta sem haldin er í heiminum í dag. Reynsla okkar af þátttöku í ESE-sýningunni er mjög góð,” segir Svavar Svavarssonar markaðsstjóra HB Granda, en til marks um áhersluna sem félagið leggur á þessa sýningu má nefna að alls munu 15 manns frá HB Granda starfa að kynningum í sýningarbásnum í Brussel. Munu þeir nota tækifærið að ræða við kaupendur á sjávarfangi, afla nýrra viðskiptasambanda og treysta samstarfið við eldri viðskiptavini. ,,Við höfum áður stofnað til nýrra viðskiptasambanda í Brussel eða í kjölfar sýninganna þar og væntum þess að svo verði einnig að þessu sinni,” segir Svavar Svavarsson.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is