Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2011 04:18

Níutíu prósent starfsmanna Elkem samþykktu

Kosningu um nýjan kjarasamning starfsmanna Elkem Ísland á Grundartanga lauk klukkan 15 í dag. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða starfsmanna, eða 88,8%. Alls greiddu 125 atkvæði og féllu þau þannig að 111 sögðu já en 14 sögðu nei. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir að þessi niðurstaða endurspegli mikla ánægju starfsmanna með samninginn.  Eins og Skessuhorn hefur greint frá var nýi kjarasamningurinn kynntur sl. miðvikudag. Við undirritun kjarasamningsins er hann að gefa starfsmönnum 17,5% hækkun að teknu tilliti til eingreiðslu sem félagið samdi sérstaklega um við fyrirtækið. Án eingreiðslu eru starfsmenn að hækka í launum frá tæpum 30.000 til 35.000 kr. á mánuði á fyrsta ári. 

Samningurinn gildir frá 1. janúar sl. og með eingreiðslu og afturvirkni samningsins eru starfsmenn að fá allt að 500.000 kr. greiðslu með næstu útborgun. Auk taxtahækkunar eru gerðar breytingar á bónuskerfinu í nýja samningnum, hámarksbónus getur nú gefið 13,5% en var 10%, segir m.a. í tilkynningu á heimasíðu VLFA.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is