Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2011 10:01

Telja jafnvel að ríkiseinkasala á eldnseyti myndi gagnast betur

Stjórn samtakanna Landsbyggðin lifi hefur sent frá sér ályktun varðandi eldsneytisverð. Þar segir að hátt verð á dísilolíu og bensíni sé að verða meiri háttar vandamál, sérstaklega í dreifbýlinu. „Leiðir  til að fá þjónustu, komast í verslun eða stunda félagslíf eru langar, svo ekki sé nú minnst á það hve dýrt er að komast til höfuðstaðarins.  Flutningskostnaður á vöru og þjónustu er orðinn óbærilegur fyrir byggðirnar. Landsbyggðin lifi krefst þess að ríkisstjórnin beiti áhrifum sínum til að lækka verð á bílaeldsneyti. Til þess hafa stjórnvöld tvo augljósa kosti: Í fyrsta lagi að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta og í öðru lagi að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu.“

 

 

 

 

Í greinargerð með ályktuninni segja samtökin það rangt og óréttlátt að leggja háa skatta á eldsneyti á þeirri forsendu að það leiði til þess að fólk noti  þá minna af því. „Í nútímaþjóðfélagi eru bílar sem ganga fyrir olíu eða bensíni nauðsyn, ekki  lúxus. Þá segir að álagning olíufélaganna sé allt of há. Þetta er afar einfaldur rekstur. Vegna bruðls og óhófs virðast þau mörg á jötunni  hjá okkur skattgreiðendum, sem auk okursins þurfa nú líka að borga þau út úr eigin skuldasúpu.   Geti olíufélögin ekki selt okkur eldsneyti  með eðlilegri álagningu, væri rétt að kanna hvort ríkiseinkasala mundi ekki gagnast okkur betur,“ segir að lokum í ályktun stjórnar Landsbyggðin lifir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is