Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2011 07:01

Sæluvika Skagfirðinga er framundan

Sæluvika Skagfirðinga, lista- og menningarhátíð, hefst um næstu helgi en hún stendur yfir frá 1. Til 8. maí. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína. Dagskráin er bæði metnaðarfull og glæsileg. Meðal þeirra viðburða sem fara fram á Sæluviku eru ljósmyndasýningar, myndlistasýningar, leiksýningar og að sjálfsögðu mun söngurinn skipa veglegan sess.

Leikfélag Sauðárkróks mun að þessu sinni sýna leikverkið Svefnlausi brúðguminn eftir Arnold og Bach, í leikstjórn Jakobs Jónssonar. Draumaraddir norðursins og Ópera Skagafjarðar standa fyrir uppfærslu á Óperudraugnum eftir Andrew Lloyd Webber í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar verða einnig Sönglög í Sæluviku og hið árlega kóramót Rökkurkórsins og Karlakórsins Heimis. Kirkjukvöldið verður á sínum stað í Sauðárkrókskirkju á mánudagskvöldinu í Sæluviku. Þá verður dægurlagakeppnin sem mörgum er að góðu kunn endurvakin í ár eftir nokkurra ára hlé, og mun hún fara fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudagskvöldið 6. maí.

 

Af öðrum viðburðum má nefna opið hús í Gallerí Lafleur, menningardagskrá í sundlaug Sauðárkróks, flóamarkað, forsæluball, opinn dag hjá Skotfélaginu Ósmann, stórsýninguna „Tekið til kostanna“ í reiðhöllinni Svaðastöðum, opið hús í Maddömukoti, félagsvist, hátíðarhöld 1. maí, kvikmyndasýningar, sumarsælukaffi eldri borgara, dag harmónikunnar, opna listasmiðju og tónleika í Aðalgötu 26, tónleika Skagfirska Kammerkórsins, listahátíð barnanna, útistemningu við Sauðárkróksbakarí, prjónakvöld í Kompunni, kaffiklúbb Skagafjarðar, tónleika tónlistarklúbbs FNV og vortónleika Tónlistarskóla Skagafjarðar, sundlaugarpartí, unglingaball, Molduxamót, afmæliskaffi hjá Skotfélaginu Ósmann, fiskiveislu, Æskuna og hestinn, kynningu á Sahaja-jóga í Gallerí Lafleur og dansleiki. Það er því ljóst að allir eiga að finna fjölbreytta viðburði við sitt hæfi í dagskrá Sæluvikunnar.

 

Setning Sæluviku Skagfirðinga fer að þessu sinni fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 13.00, sunnudaginn 1. maí. Við það tilefni verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar, þ.e. „Fegurð fjarðar“ og „Ljós og náttúra Skagafjarðar“, auk þess sem úrslit í vísnakeppni í Sæluviku verða kynnt. Þórólfur Stefánsson mun flytja nokkur lög á gítar og í lok setningar mun hann halda tónleika.

 

Menningarlífið blómstrar í Skagafirði og óskum við ykkur öllum gleðilegrar Sæluviku!

Nánari upplýsingar á www.saeluvika.is

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is