Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2011 08:01

Verkfallsaðgerðir í undirbúningi á Akranesi

Í gærmorgun fundaði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness með ríkissáttasemjara og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins vegna kjarasamnings VLFA á hinum almenna vinnumarkaði. Niðurstaðan af fundinum var engin og lét Vilhjálmur bóka hjá ríkissáttasemjara árangurslausan fund og þar með væri komin forsenda fyrir því að hægt sé að hefja verkfallsaðgerðir. Vilhjálmur sagði í samtali við Skessuhorn að undirbúningur verkfallsaðgerða vegna samninga á almennum markaði væri þar með hafinn á Akranesi sem og hjá aðildarfélögum ASÍ víðar um land, sem væru að skoða sín mál.

Í fyrstu atrennu verða starfsmenn fiskvinnslufyrirtækja á Akranesi væntanlega boðaðir til fundar í næstu viku vegna þeirrar stöðu sem upp er komin ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Aðspurður sagði Vilhjálmur að áfram væri unnið að því að ná samningum fyrir starfsmenn Norðuráls og Klafa á Grundartanga, en þeir samningar eru utan samninga á almennum vinnumarkaði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is