30. apríl. 2011 11:56
Körfuknattleiksdeild Snæfells undirritaði í gær samning við sex leikmenn fyrir næsta keppnistímabil auk þess að skrifa undir framlengingu samnings við Ingi Þór Steinþórsson þjálfara til næstu tveggja ára. Er því um að ræða framlengingu á samningnum við Inga Þór um ár til viðbótar því eina ári sem eftir lifði af síðasta samningi. Hann verður því í Hólminum hið minnsta til vorsins 2014. „Þetta á vel við í dag þar sem nákvæmlega eitt ár er liðið frá því fyrsti Íslandmeistaratitillinn kom til Snæfells,“ sagði Gunnar Svanlaugsson formaður deildarinnar við þetta tækifæri.
Þeir leikmenn sem skrifuðu undir í gær og verða áfram hjá Snæfelli eru þær Björg Guðrún Einarsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ellen Alfa Högnadóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir úr meistaraflokki kvenna og úr meistaraflokki karla þeir Egill Egilsson og Snjólfur Björnsson.