Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. maí. 2011 07:01

Fyrsti maí - Baráttudagur verkalýðsins er í dag

Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí er í dag. Óskar Skessuhorn launþegum og Íslendingum öllum til hamingju með daginn. Hátíðarhöld í dag eru vissulega haldin í skugga kjaraviðræðna sem lítið hefur gengið með undanfarna mánuði. Kjaradeilan er komin í hnút og hafa nokkur stéttarfélög boðað verkföll 25. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst þá. Það er von og trú okkar allra að til verkfalla þurfi ekki að koma og sanngirnir og eðlilegir samningar náist í landinu.

Í tilefni dagsins eru hátíðarhöld víðsvegar um Vesturland og er lesendum bent á ítarlegar auglýsingar í Skessuhorni vikunnar um dagskrá þeirra.

 

Í grófum dráttum er dagskráin eftirfarandi:

Á Snæfellsnesi eru hátíðarhöld Stéttarfélags Snæfellinga og SDS á þremur stöðum; Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Auk kaffiveitinga má nefna að lúðrasveitir spila, Halli Reynis skemmtir, börnum er boðið á kvikmyndasýningu, en ávörp flytja þau Sigurður A Guðmundsson, Lilja Mósesdóttir og Halldór Grönvold.

 

Hátíðahöld á Akranesi verða með hefðbundnum hætti. Safnast verður saman við Kirkjubraut 40 klukkan 14:00 í kröfugöngu og genginn hringur á neðri-Skaga í takt við lúðra og áslátt Skólahljómsveitar Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA flytur ávarp en ræðumaður dagsins er Stefán Skafti Steinólfsson verkamaður. Grundartangakórinn mun syngja fyrir gesti og boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð. Eins og undanfarin ár býður 1. maí nefndin börnum frítt í bíó í Bíóhöllinni kl. 15:00.

 

Í Borgarnesi hefst hátíðin klukkan 14 á Hótel Borgarnesi. Þar syngur barnakór, Sjófn Elísa Albertsdóttir setur samkomuna en hátíðarræðu dagsins flytur Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB og formaður SFR. Tónlist flytja nemendur úr MB, atriði verður frá Grunnskóla Borgarness, Samkór Mýramanna syngur og loks verður Internasjónalinn sunginn. Frítt er í sund í Borgarnesi í tilefni dagsins og tvær kvikmyndasýningar verða í Óðali fyrir börn.

 

Nánar er hægt að sjá dagskrá verkalýðsfélaganna í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is