Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2011 10:01

Samtökin Skagaforeldrar gangast fyrir opnum fundi um virkni foreldra

Í janúar síðastliðinn voru á Akranesi stofnuð samtökin Skagaforeldrar. Að þeim standa foreldrar af öllum skólastigum og í stjórn eru fulltrúar frá öllum stjórnum leik,- grunn- og framhaldskóla í bæjarfélaginu. Markmið samtakanna er að efla foreldrastarf á Akranesi og stuðla að góðri samvinnu á milli heimilis og skóla. Að sögn Ólafar Lindu Ólafsdóttur stjórnarmanns hjá Skagaforeldrum er margt búið að vera í gangi í þessum nýstofnuðu samtökum. Nefnir hún að samtökin eru komin með áheyrnarfulltrúa í Fjölskylduráði Akraneskaupstaðar og einnig er búið að stofna vinnuhóp fyrir ADHD greind börn. Þá er búið að opna heimasíðu og facebooksíðu, en nú er komið að fyrsta opna fræðslufundinum.

 

 

 

Næstkomandi fimmtudag 5. maí mun verður fyrirlestur í sal Grundaskóla á vegum samtakanna og í boði Norðuráls. Fyrirlesarinn Guðrún Jónsdóttir kemur frá samtökunum Heimili og skóli. Hún mun fjalla um mikilvægi þessa að vera virkt foreldri og að hafa gott samstarf á milli heimilis og skóla, hvað foreldrastarfið er mikilvægt og hvað foreldrar geti gert. Rætt verður um foreldrastarf, bekkjastarf og skólamál almennt. Fyrirlesturinn verður í sal Grundaskóla og mun hefjast kl: 18.00 en fundurinn stendur til kl. 19.30.

 

„Vonumst við hjá samtökunum til þess að fá sem flesta foreldra, aðstandendur og þá sem vinna með börnum til að mæta á þennann fyrsta viðburð sem samtökin standa að. Ég bendi á heimasíðu samtakanna www.skagaforeldrar.is og hvet alla þá sem hafa eitthvað fram að færa að koma sér í samband við stjórnina. Verum virk í foreldrastarfi og látum okkur málin barna okkar varða,“ segir Ólöf Linda.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is