01. maí. 2011 01:10
„Lögreglan varar við fíkniefnum sem nú kunna að vera á markaði hérlendis. Um er að ræða blandað metamfetamín sem inniheldur svokallað PMMA og er mjög eitrað,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þá segir að lögreglan í Borgarfirði og Dölum hafi fundið samskonar efni og hér um ræðir við leit í bíl á dögunum. Vitað er um dauðsföll tengd þessu efni víða um heim og í Noregi létust sex ungmenni af þessum völdum í vetur. Eins og fram hefur komið lést ung kona í íbúð í Reykjavík síðasta föstudag og telur lögregla ekki hægt að útiloka að dauðsfall hennar megi rekja til hinna mjög svo eitruðu efna.