Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2011 11:53

Grundfirðingar úr leik í Valitor bikarnum

Sunnudaginn 1. maí síðastliðinn mættust Elliði og Grundarfjörður í fyrstu umferð Valitor bikar KSÍ. Leikurinn átti að fara fram á Fylkisvelli en sökum snjóþyngsla var hann færður inn í Egilshöll. Leikurinn byrjaði frekar rólega og bæði lið að þreifa fyrir sér en Grundfirðingar voru ívið meira með boltann. Bæði lið áttu ágætis færi en hvorugu tókst að brjóta ísinn. Það var svo á 32. mínútu að Grundfirðingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig þegar Predrag Milosavljevic var felldur. Hann stillti boltanum sjálfur upp, skaut hnitmiðuðu skoti sem fór yfir varnarvegginn, framhjá markverðinum og söng í netinu og staðan orðin 0-1 Grundfirðingum í vil.  

Þetta leit ágætlega út fyrir Grundfirðinga en átta mínútum síðar ná Elliðamenn að svara fyrir sig með tveim mörkum á tveim mínútum þegar Ólafur Már Sigurðsson, sem er eldri bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Hoffenheim, skoraði og kom Elliða í 2-1 og þannig var staðan í leikhlé.

Í seinni hálfleik reyna Grundfirðingar að pressa til að jafna metin en við það opnaðist vörnin hjá þeim sem bauð upp á skyndisóknir af hálfu Elliða manna. Það var á 53. mínútu þegar títtnefndur Ólafur Már Sigurðsson slapp inn fyrir vörnina og kom Elliða í 3-1. Tólf mínútum síðar kemst Elliði aftur í skyndisókn og Trausti Guðmundsson (sem er yngri bróðir Tryggva Guðmundssonar hjá ÍBV) slapp inn fyrir vörnina og kemur Elliða í 4-1. Þarna var útlitið orðið dökkt fyrir Grundfirðinga en Runólfur Jóhann Kristjánsson nær að laga stöðuna í 4-2 með skalla eftir sendingu frá fyrirliðanum Ragnari Smára Guðmundssyni á 70. mínútu. En lengra komust Grundfirðingar ekki því að Ólafur Már skoraði fjórða mark sitt og fimmta mark Elliða á 82 mínútu og þar við sat. Grundfirðingar þurftu að klára leikinn einum færri þegar að Premyslav Andri Þórðarson meiddist en Grundfirðingar voru þá búnir með allar sínar skiptingar.

Það voru því brúnaþungir Grundfirðingar sem gengu af velli þegar að dómarinn flautaði til leiksloka en þeir þurfa að bíta í það súra epli að ljúka leik í fyrstu umferð bikarkeppni KSÍ annað árið í röð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is