Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2011 08:01

Samþykkt að skoða sameiningu tveggja hestamannafélaga

Félagsmenn hestamannafélaganna Skugga í Borgarnesi og Faxa í Borgarfirði hafa samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að ganga til viðræðna um sameiningu félaganna tveggja. Efnt var til könnunar meðal félagsmanna um vilja til sameiningar og liggja niðurstöður nú fyrir. Í Skugga völdu 67% þeirra sem greiddu atkvæði að fylgja sameiningu og 79% þeirra sem kusu úr röðum Faxa. Ef sameining félaganna verður formlega samþykkt í haust verður til eitt stærsta hestamannafélag landsins með um 500 félagsmenn.

 

 

 

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Marteinn Valdimarsson formaður Skugga að niðurstöður könnunarinnar væru skýrar, mikill meirihluti félagsmanna væri fylgjandi sameiningu. Þetta væri ferli sem staðið hefði yfir í nokkurn tíma. Næstu skref væru að setjast niður með Faxamönnum og komi sér saman um hvaða leiðir yrðu farnar í framhaldinu.  Sumarið yrði notað til að semja drög að lögum fyrir sameinað félag og starfsreglur. Niðurstöður þeirar vinnu yrðu kynntar félagsmönnum með góðum fyrirvara og boðað til funda í félögunum til endanlegrar ákvörðunartöku um sameiningu í lok sumars. Stefnt væri að því að ljúka málinu fyrir aðalfundi félagana sem haldnir verða á svipuðum tíma í haust. Taldi Marteinn rétt að ítreka að ákvarðanir um sjálfa sameininguna yrðu ekki teknar nema á löglega boðuðum félagsfundum og í samræmi við gildandi lög félaganna.

Gunnar Örn Guðmundsson formaður Faxa kvaðst í samtali við blaðamann sammála kollega sínum hjá Skugga og taldi að sameiningarviðræður myndu ganga hratt og vel fyrir sig. Nú þegar væri viss samvinna milli félaganna, þau væru sem dæmi saman í félagi um rekstur reiðhallarinnar Faxaborgar við Vindás ásamt Hrossaræktarfélagi Vesturlands og Borgarbyggð. Taldi Gunnar að þó sameining gengi í gegn myndu hefðir hvors félags um sig að einhverju leyti fá að lifa áfram en það yrði verkefni stjórnar sameinaðs félags að útfæra hvernig þeim málum yrði háttað í framtíðinni.

Faxi er eitt elsta hestamannafélag á Íslandi, stofnað 1933 og stofnaðili að Landssamtökum hestamanna. Félagar Faxa eru tæplega 300 talsins og Skuggafélagar eru ríflega 200. Ef af sameiningu verður ætti því að verða til öflugt hestamannafélag með yfir 500 félagsmenn sem setti félagið í hóp stærri hestamannafélaga á landsbyggðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is