Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2011 10:59

Konan sló öllum körlunum við

Strandveiðimenn í Grundarfirði voru heldur seint á ferðinni í land þegar Skessuhorn náði tali af hafnarverði um hádegisbil í gær. Þá var einungis búin að landa eina konan sem gerir út á strandveiðarnar frá Grundarfirði, Valdís Ásgeirsdóttir á Bjargey SH 155. Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður sagði að Valdís hafi komið með skammtinn og kannski rúmlega það, en 650 kíló má veiða í róðri. “Þetta var fallegur fiskur og hún sló við öllum karlpeningnum á strandveiðunum, kom fyrst til löndunar,” sagði Hafsteinn.

“Ég fór upp um fjögurleytið um morguninn og var búinn að landa um hálfellefu. Þetta gekk ljómandi vel, gott að vera búin með daginn svona fyrir hádegi. Það er ekki nema hálftími fyrir mig á þessum báti út á Brúnirnar þar sem ég var líka á standveiðunum í fyrra,” sagði Valdís sem fannst samt þessi róður ekkert tiltakanlegt mál. “Ég þurfti svona fjóra til fimm daga í mánuði í fyrra til að klára minn skammt á standveiðunum, en ætli ég þurfi nema tvo eða þrjá ef bátunum er að fjölga svona mikið á strandveiðunum. Svo verður sumarfrí það sem eftir er mánaðarins,” sagði Valdís.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is