Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2011 09:01

Bændur á Bjarteyjarsandi kynntu starfsemi sína

Ábúendur á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd buðu sl. föstudag til teitis vegna framkvæmda sem þar hafa staðið yfir síðan í fyrrahaust. Kynntu þeir um leið starfsemina á búinu og breyttar áherslur samhliða betri aðstöðu. Á Bjarteyjarsandi er rekið sauðfjárbú og viðamikil ferðaþjónusta þar sem meðal annars hefur verið lögð áhersla á móttöku skólabarna í þeim tilgangi að kynna þeim lífið til sveita. „Það var árið 2008 sem við ákváðum að hefja undirbúning við stækkun og breytingar á ferðamannaaðstöðunni hjá okkur. Ástæðan er mikil fjölgun ferðamanna og aukin eftirspurn eftir afurðum frá býlinu og fræðslutengdri afþreyingu eins og fyrirlestrum og leiðsögn um valin svæði hér í Hvalfirði. Meðal erlendra ferðamanna var aukin eftirspurn eftir að komast á íslenskt sveitaheimili, hitta heimafólk og taka þátt í hefðbundnum sveitastörfum,“ segir Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi, en hún ásamt manni sínum Guðmundi Sigurjónssyni eru í forsvari fyrir búið ásamt foreldrum þeirra beggja, bræðrum og öðrum ábúendum. 

Nánar er sagt frá nýjum áherslum og starfinu á Bjarteyjarsandi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is