Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2011 02:01

Eini tréskipasmíðaneminn á Íslandi

Jón Ragnar Daðason frá Stykkishólmi er eini iðnneminn í tréskipasmíði á Íslandi og jafnframt sá fyrsti um þrjátíu ára skeið. Hann á því sinn þátt í að koma í veg fyrir að þetta gamla handbragð glatist. Um þessar mundir er Jón Ragnar að ljúka við að endursmíða árabátinn Svöluna sem langalangafi hans, Rögnvaldur Lárusson í Stykkishólmi, smíðaði og sjósetti fyrir meira en öld, nánar tiltekið árið 1906. Þá stefnir hann einnig á að endursmíða vélbátinn Sumarliða en sá bátur er merkur þáttur í sögu breiðfirskra siglinga.

Tréskipasmíðina nemur Jón Ragnar við Iðnskólann í Hafnarfirði og er Hafliði Már Aðalsteinsson bátasmiður úr Hvallátrum, sem er meðal annars einn af frumkvöðlum Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, meistari hans. Skólann klárar hann í vor en á þá ár eftir á námssamning áður en hann útskrifast með sveinspróf eftir fjögurra ára nám í tréskipasmíði. 

 

Í Skessuhorni vikunnar er nánar rætt við Jón Ragnar Daðason tréskipasmíðanema frá Stykkishólmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is