Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2011 03:01

Þörfin vex hjá Mæðrastyrksnefnd Vesturlands

“Frá því um áramót hefur fjölskyldum, sem fá mánaðarlega úthlutun hjá okkur, fjölgað úr sextíu upp í tæplega eitt hundrað. Á þessum tíma höfum við ekki fengið neina beina styrki til starfseminnar og hingað til verið að kaupa inn fyrir peninga sem okkur áskotnuðust fyrir jólin. Nú er svo komið að þeir eru að klárast þannig að ef okkur berst ekki aðstoð á næstunni sé ég ekki fram á að við getum haldið mánaðarlegum úthlutunum áfram. Til þess er ómögulegt að hugsa þar sem þörfin er brýn og greinilega fyrir hendi,” segir Aníta Björk Gunnarsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Vesturlands í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Aníta segir að um áramót hafi reglur varðandi úthlutanir verið hertar, þannig að nú þurfi fólk að sýna pappíra fyrir mánaðarlegum útgjöldum og tekjum. “Ef þessar reglur hefðu ekki komið til værum við fyrir löngu búin með peningana sem við eigum. Fólk er misánægt með þetta, en reglurnar eru líka nauðsynlegar til að við getum sýnt fram á þörfina og að við séum að úthluta til þeirra sem nauðsynlega þurfa aðstoð. Þannig er um leið auðveldara að sækja stuðninginn,” segir hún.

Aðspurð segir Aníta að um fjögur þúsund krónur þurfi í úthlutun fyrir hverja fjölskyldu á mánuði og það sé því um 400 þúsund krónur sem Mæðrastyrksnefndin sé að leggja út í hverjum mánuði fyrir utan kostnað við rekstur húsnæðis. “Það sem við þurfum nú eru fyrirtæki sem eru reiðubúin að styðja við okkur. Framlög frá fimm til tíu fyrirtækjum upp á um 50 þúsund á mánuði myndi bjarga miklu fyrir okkar.” Þess má geta að þegar hefur eitt fyrirtæki ákveðið að styrkja Mæðrastyrksnefnd á Vesturlandi um 50 þúsund krónur á mánuði það sem eftir er ársins. Það er Elkem Ísland á Grundartanga. Aníta segir að af þeim tæplega 100 heimilum á Vesturlandi sem nú þiggi aðstoð séu innan við tíu utan Akraness, en þar virðist þörfin vera mest nú sem fyrr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is