Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2011 08:01

Góður árangur skotmanna frá Akranesi

Íslandsmótið í loftbyssuskotfimi fór fram í Egilshöll sl. laugardag. Skyttur frá Skotfélagi Akraness náðu góðum árangri á mótinu og settu nokkur met. Steinunn Guðmundsdóttir bætti Íslandsmetið í unglingaflokki kvenna svo um munaði, náði 329 stig en gamla Íslandsmetið var 300 stig. Hún bætti einnig Íslandsmetið með “final” þar sem hún fékk 50,4 stig og samtals 379,4 stig. Gamla Íslandsmetið átti Guðbjörg Perla Jónsdóttir, 368,4 stig, og bætti Steinunn það stórlega.

 

 

 

 

 

Skúli F. Sigurðsson SKA varð Íslandsmeistari  í unglingaflokki drengja með 496 stig.

Berglind Björgvinsdóttir bætti Akranesmet sitt um eitt stig, hlaut 357 stig og varð í öðru sæti í einstaklingskeppni kvenna. Í liðakeppni í skammbyssuflokki kvenna hlaut sveit Skotfélags Akraness  2. sæti, skipuð Steinunni Guðmundsdóttur, Berglindi Björgvinsdóttur og Stellu Björgvinsdóttur. Í liðakeppni skammbyssuflokki karla varð A-sveit SKA í þriðja sæti. Hún var skipuð Þorsteini Björnssyni, Elíasi M. Kristjánssyni og Óskari Arnórssyni.

Auk meta sem Skagamenn settu á mótinu má nefna að Númi Ólafsson Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði Íslandsmetið í unglingaflokki í loftriffli þegar hann náði 472 stigum.  Einnig setti kvennasveit SR Íslandsmet í liðakeppni hlaut1046 stig og sveit SKA varð í öðru sæti með 1016 stig. Bæði þessi kvennalið náðu árangri yfir eldra Íslandsmeti sem var 1014 stig og hafði staðið óhaggað í níu ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is