Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2011 01:01

Málþing áhugamanna um verndun, smíði og nýtingu trébáta

Þrátt fyrir að vera mikil útgerðarþjóð hafa Íslendingar ekki hirt vel um trébáta sína og standa mörgum þjóðum þar að baki. Hér á landi er hins vegar gróskumikil fornbílamenning og hér hafa menn líka unnið ötullega að því að gera upp og varðveita gamlar dráttarvélar og flugvélar. Þá hefur orðið mikil vakning á síðustu árum varðandi gömul hús, sem mörg hafa verið gerð myndarlega upp og setja svip á umhverfi sitt um land allt. Með varðveislu og endurnýjun gamalla húsa hefur íslensk arfleifð verið varðveitt. Merkilega arfleifð er einnig að finna í trébátum, sem Íslendingar hafa hins vegar lítið hirt um að varðveita. Gamlir trébátar hafa margir hverjir endað á áramótabálköstum landsmanna eða grotnað niður vegna hirðuleysis.

Skaðinn varð samt eflaust mestur í apríl 1993 þegar flestir bátar í eigu Þjóðminjasafns Íslands eyðilögðust í bruna í bátaskýli í Vesturvör í Kópavogi. Einn þekktasti bátur safnsins var sem betur fer ekki í skýlinu eins og jafnan áður og varðveittist því, landhelgisbáturinn Ingjaldur, sem Hannes Hafstein reri gegn breskum landhelgisbrjótum fyrir meira en einni öld.

 

Síðast en ekki síst er staðreyndin sú að smábátasmíði er handverk sem heyrir nánast sögunni til á Íslandi. Hérlendis er nú einn einasti nýliði í faginu, Jón Ragnar Daðason frá Stykkishólmi. Hann er reyndar fyrsti iðnneminn í bátasmíði í þrjá áratugi, eins og fram kemur í viðtali við hann í Skessuhorni vikunnar.

 

Faxaflóahafnir og Víkin – sjóminjasafnið í Reykjavík hafa í samstarfi við fleiri aðila, frumkvæði að því að blása til málþings um trébáta Íslendinga í Víkinni föstudaginn, 6. maí, kl. 13:00. Kveikjan að því er öðrum þræði samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um endurgerð gamalla trébáta og hugmynd um að skapa slíkri starfsemi aðstöðu á Mýrargötusvæðinu við Gömlu höfnina. Þegar á reynir sýna margir trébátamálinu mikinn áhuga, sem staðfestist af löngum lista aðstandenda málþingsins í meðfylgjandi auglýsingu.

 

Aðstandendur málþingsins vonast til þess að þar skýrist hvernig best sé að finna smíði, nýtingu og varðveislu trébáta farsælan farveg. Meðal fyrirlesara er hafnarstjórinn í Þórshöfn í Færeyjum. Þar í landi hefur verið til umfjöllunar að setja almenna löggjöf um gamla báta og stuðning við endurnýjun þeirra, í svipuðum anda og gerist varðandi varðveislu gamalla húsa. Á Íslandi hafa verið sett lög um húsafriðun og samkvæmt lögum eru bílar, eldri en 25 ára, undanþegnir bifreiðagjaldi. Varðveisla gamalla báta kemur hins vegar hvergi við sögu í lagasafninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is