Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2011 02:21

Eldur slökktur um borð í báti

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:42 í dag tilkynning um eld um borð í fiskibátnum Ása RE-52 sem staddur var átta sjómílur vestsuðvestur af Akranesi.  Mikill reykur var um borð en skipverjinn, sem var einn í bátnum, náði að slökkva eldinn. Samstundis voru nærstaddir bátar kallaðir til aðstoðar ásamt björgunarsveitum Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og af Akranesi. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Baldur, sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar kom að bátnum tólf mínútum síðar eða kl. 12:54 ásamt fiskibátnum Bóta sem var að veiðum á svæðinu. Skipverjar af Baldri fóru um borð og aðstoðuðu við slökkvistörf.  Var þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð sem og félagar í Björgunarfélagi Akranes þegar ljóst var að ekki yrði þörf á frekari aðstoð. Halla Jónsdóttir, björgunarbátur Ársæls, tók bátinn í tog og dró til hafnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is