Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2011 04:39

Humarskipið flutt á Akranes

Í góðviðrinu í gær sigldi lóðsbátur með Humarskipið á síðunni úr Reykjavíkurhöfn og upp á Akranes. Leigutíminn fyrir skipið við gömlu höfnina í Reykjavík var runninn út og var ákveðið að fara með það á Akranes þar sem legurými er meira.  Er áætlað að koma því fyrir við grjótgarðinn næst Sementsverksmiðjunni og reka þar veitingastað. Að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar sem skipulagði flutning skipsins á Akranes munu Faxaflóahafnir framkvæma dýpkun á botni Akraneshafnar í hvilftinni við grjótgarðinn og gömlu Akraborgarbryggjuna. Þar verður skipinu komið fyrir og það fest með járnstöngum í land.  Humarskipið var upprunalega flóabáturinn Baldur, sá næstsíðasti sem sigldi milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Byggt var ofan á skipið fyrir þremur árum og hefur það legið við kaja í Reykjavíkurhöfn og í því rekinn veitingastaðurinn Humarskipið síðan þá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is