Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2011 10:01

Selja um helgina ljós til stuðnings starfi Blátt áfram

Samtökin Blátt áfram eru forvarnarsamtök sem beita sér gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Samkvæmt rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur lendir ein af hverjum fimm stelpum og einn af hverjum 10 strákum í slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þetta eru alltof háar tölur og er nú að fara af stað herferð til að rjúfa þögnina og opna á mikilvægi umræðu og fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi hér á landi. Um er að ræða landsátak sem hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Fjáröflunin er gerð í samstarfi við íþróttafélög um land allt.  „Hvetjum við landsmenn til að taka vel á móti sölufólki og styðja við íþróttafélögin og Blátt áfram með kaupum á ljósinu, Vertu Upplýstur!  Ljósið kostar 1000 kr.,“ segir í tilkynningu frá Blátt áfram hópnum.  Samtökin munu selja lyklakippur með ljósi sem bera yfirskriftina „Vertu upplýstur“. Í Borgarnesi mun Knattspyrnudeild Skallagríms sjá um að selja ljósin. Á Akranesi mun ÍA sjá um söluna og í Stykkishólmi verður það knattspyrnudeild Snæfells.

 

 

 

„Við ætlum okkur að vekja foreldra og þá sem umgangast börn til umhugsunar  um að þau verða að vera vel upplýst og vita hvernig eigi að bregðast við til að geta verndað börnin okkar. Það sem við viljum benda foreldrum á er að 93% þeirra sem lenda í ofbeldinu þekkja geranda sinn og foreldrarnir treysta viðkomandi. Það er ósk okkar að með þessum upplýsingum sé vilji til þátttöku og við tökum höndum saman og setjum tölurnar í núll – að engin stelpa og enginn strákur lendi í slíku ofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sem er einn af stofnendum Blátt áfram.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is