Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2011 02:10

Hjólabrettabraut við Grundaskóla fjarlægð vegna slysahættu

Vegna óhappa og slysa sem orðið hafa í leik barna á hjólabrettabraut á lóð Grundaskóla á Akranesi, hefur skólastjórn óskað eftir því við bæjaryfirvöld að brautin verði fjarlægð hið fyrsta af lóðinni. Er þetta gert í samráði við foreldrafélag skólans. Að sögn Hrannar Ríkharðsdóttur skólastjóra er málið komið í ferli hjá framkvæmdaráði bæjarins.  Ákveðnar reglur eru í sambandi við búnað barna sem leika sér á hjólabrettabrautinni, en fáum starfsmönnum við gæslu hefur reynst ómögulegt að fylgja þeim reglum eftir, auk þess sem engin gæsla hefur verið við brautina utan skólatíma. Ýmiss meiðsli hafa komið upp, einkum tannbrot og meiðsli í andliti en í byrjun síðustu viku slasaði drengur sig illa í fyrsta bekk við leik í brautinni.

“Ég hef alla tíð verið mótfallin staðsetningu brautarinnar inni á skólalóðinni enda ógjörlegt að hafa fullkomna gæslu með henni og í raun ómögulegt að hafa leiktæki inni á skólalóð sem öll börn mega ekki leika sér í. Ég verð manna fegnust þegar brautin verður fjarlægð, vonandi sem allra fyrst,” sagði Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is