06. maí. 2011 03:05
Væntanlegir útskriftarnemar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði eru að dimmitera í dag. Allir eru þeir klæddir eins og Valli hinn týndi. Meðal annars var farið niður í Torfabót í góða veðrinu. Breiddur var plastdúkur yfir grasið, sett sápa á dúkinn og svo vatn þannig að þetta varð flughált. Á dúknum var farið í skotbolta og fótbolta ásamt því að bara fleygja sér á dúkinn og láta sig renna sem lengst.