08. maí. 2011 01:45
í gær, laugardaginn 7. maí um kl.17:00 varð umferðaróhapp á Garðagrund á Akranesi á móts við verslunina Samkaup (Grundaval) er fjórhjóli var ekið á barn sem var á reiðhjóli. Við þetta slasaðist barnið lítillega. Ökumaður fjórhjólsins fór af vettvangi án þess að huga að barninu eða tilkynna um óhappið. Þeir sem geta veitt upplýsingar um umferðaróhappið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akranesi í síma 444-0111.