09. maí. 2011 09:01
Síðastliðinn föstudag var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum prestsbústað í Stafholti í Borgarfirði. Í kjölfar útboðs gekk Biskupsstofa til samninga við byggingaverktakann J.E. Skjanna, en undirverktaki við smíði hússins er Eiríkur J Ingólfsson í Borgarnesi. Arkitekt hússins er Sigríður Sigþórsdóttir hjá Basalt arkitektum og verkfræðiteikningar eru unnar af Verkfræðistofu Suðurnesja. Fulltrúar þessara fyrirtækja voru viðstaddir ásamt fjölda sveitunga þegar sóknarpresturinn séra Elínborg Sturludóttir tók fyrstu skóflustunguna. Vonir standa til að séra Elínborg og fjölskylda geti flutt í Stafholt undir lok þessa árs.