Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2011 11:01

Tvö þúsund gestir á Raftasýningu

Bifhjólafjélagið Raftarnir hélt sína árlegu mótorhjólasýningu sl. laugardag í og við Hjálmaklett, hús Menntaskóla Borgarfjarðar. Tókst sýningin að sögn forsvarsmanna hennar í alla staði mjög vel; fjölmenni mætti og óhætt að segja að veðurguðirnir hafi verið þeim sérlega hliðhollir. Áætlað er að um 2000 gestir hafi sótt sýninguna að þessu sinni og mótorfákarnir hlupu á hundruðum. Af nægu var að taka utan dyra sem innan, þar sem eins og áður var kaffisala. Nokkur umboð og verslanir sýndu og seldu varning tengdan mótorhjólum og sitthvað annað skemmtilegt var á döfinni eins og drengurinn sem svo fimlega lék listir sínar á torfæruhjóli. Einnig voru nokkrir fornbílar í nýstofnuðum fornbílaklúbbi til sýnis utandyra.

Sjá myndasíðu í Skessuhorni næsta miðvikudag.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is