Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2011 11:52

Tíu milljóna hagnaður á körfuboltasambandinu

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands, það 49. í röðinni, var haldið á Sauðárkróki um helgina. Fram kom á þinginu að tíu milljóna króna hagnaður var á rekstri KKÍ á síðasta ári, en landsliðverkefni voru fá á því ári. Meira verður að gerast á þeim vettvangi nú í ár, m.a. Norðurlandamót í sumar.  Talsverður umræður voru um útlendingamálin á þinginu og tillaga um að takmarka fjölda útlendinga á leikvelli var felld á jöfnuðum atkvæðum. Hinsvegar var samþykkt tillaga um að tveir Bandaríkjamenn verði leyfðir á næsta tímabili en þeir hafa verið einn undanfarin ár.

 

 

 

 

Breytingar voru samþykktar á mótafyrirkomulagi. Þær helstar að leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur þar með niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex áður í kvennadeildinni. Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla, né í 1. deild karla.

 

Breytingar verða á deildarbikarkeppni bæði karla og kvenna og stærsta breytingin sú að hún verður leikin í riðlum í stað útsláttarkeppni áður, en sem fyrr taka þátt í henni liðin í efstu deild ásamt bestu liðunum í 1. deildinni. 

 

Ný stjórn KKÍ var kjörin á ársþinginu. Hana skipa: Rúnar Birgir Gíslason, Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Lárus Friðfinnsson, Erlingur Hannesson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Í varastjórn eru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson. Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður Körfuboltasambands Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is