Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2011 02:01

Strandveiðar stöðvaðar á A svæðinu í dag

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt stöðvun strandveiða á A svæði frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Veiðarnar verða stöðvaðar við lok veiðiferðar í dag, mánudaginn 9. maí. Á A svæðinu eru aðalútgerðarstöðvarnar á Snæfellsnesi. Strandveiðarnar sem byrjuðu 2. maí sl. hafa farið vel af stað. Rúmlega 565 tonnum var landað í síðustu viku, 353 strandveiðibátar í 937 löndunum. Á svæði A var fyrir helgina búið að landa 64% af leyfilegum hámarksafla maí mánaðar, um 14% á svæði B, um 26% á svæði C og um 33% á svæði D.

 

 

 

 

Að liðinni fyrstu viku strandveiða hefur Fiskistofa gefið út 410 strandveiðileyfi, langflest á svæði A þar sem 185 leyfi hafa verið virkjuð. Gefin hafa verið út 60 leyfi á svæði B, 69 á svæði C og 96 á svæði D. Á vef Fiskistofu segir að starfsmenn í veiðieftirliti og við aflaskráningar verði varir við aukna sjósókn en vel hafi gengið með rafrænt umsjónarkerfi og rafræna útgáfu veiðileyfa. Gangi öll afgreiðsla hraðar og auðveldar fyrir sig en á fyrri strandveiðivertíðum.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is