Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2011 07:01

Þverá og Kjarará í útboð í fyrsta skipti í þrjátíu ár

Veiðifélag Þverár og Kjararár, ásamt Litlu Þverá, í Borgarfirði hefur ákveðið að bjóða út veiðiréttinn í ánni frá og með sumrinu 2013. Þetta var ákveðið á félagsfundi 5. maí sl. Áin er tvímælalaust eitt eftirsóttasta og besta laxveiðisvæði landsins en þar veiddust í fyrrasumar 3.760 laxar á 14 stangir. Var áin í fjórða sæti yfir veiðiár landsins. Veiðifélagið Sporður hefur verið leigutaki árinnar síðastliðin þrjátíu ár. Síðan Sporður tók ána fyrst á leigu hafa samningar verið endurnýjaðir nokkrum sinnum án útboðs. Að sögn Kristjáns Axelssonar formanns veiðifélagsins verður Sporður með leiguna nú í sumar og lýkur núverandi samningi eftir sumarið 2012.

 

 

 

 

14 af 29 landeigendum sem mættir voru á fund veiðifélagsins greiddu atkvæði með útboði, þrír voru því andsnúnir, en aðrir sátu hjá. Samtals eru það 32 sem eiga atkvæðisrétt í veiðifélaginu. “Menn vilja leita fyrir sér og sjá hvaða verð er á þessu,“ segir Kristján og bætir við að ýmis veiðisvæði hafi farið í útboð á síðustu misserum enda hafi miklar breytingar orðið í efnahagsumhverfinu. Hann segir að landeigendur vilji nú láta reyna á hvert raunverulegt markaðsverð árinnar sé. „Ekki hefur þó verið ákveðið hvort öll veiðisvæði árinnar verði boðin út sameiginlega eða þeim splittað upp í allt að þrjú smærri svæði. Það verður ákveðið eftir mitt þetta ár,“ sagði Kristján að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is