Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2011 09:50

Skaginn úr leik í Valitor bikarnum

Það var löng og ströng barátta sem fram fór á Selfossvelli í gærkveldi þegar heimamenn mættu ÍA í Valitor bikarnum, Bikarkeppni KSÍ. Einkum voru það Skagamenn sem þurftu að hafa fyrir hlutunum en þeir léku manni færri frá 30. mínútu út allan leikinn og framlenginguna, en jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2:2. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og í vítaspyrnukeppninni brást leikmönnum úr báðum liðum bogalistin, þannig að grípa þurfti til bráðabana, það er framlengingar á vítaspyrnukeppninni. Eftir að hvort lið um sig var búið að framkvæma átta vítaspyrnur fengust úrslit í leiknum, sem endaði 7:6 fyrir Selfoss. ÍA er þar með úr leik í Valitor bikarnum.

 

 

 

Skagamenn byrjuðu mjög vel í leiknum og eftir fimm mínútur var Gary Martin búin að skora. Selfyssingar jöfnuðu skömmu síðar, en aftur komust Skagamann yfir ekki löngu seinna þegar Stefán Þór var snúinn niður í teignum. Arnar Már Guðjónsson skoraði af öryggi úr vítinu. Á 30. mínútu gerðist sæmt atvik fyrir Skagaliðið þegar Stefán Þór fékk sitt annað gula spjald og var vísað af vell. Enn ætlar Stefáni að ganga illa að lynda við dómarna og gæti það orðið dýrt spaug ef fram heldur í sumar. Selfyssingar jöfnuðu svo metin í seinni hálfleik enda betri aðilinn í þeim leikhluta. Skagamenn voru orðnir þreyttir í framlengingunni og máttu hrósa happi að ná að knýja fram vítaspyrnukeppni, en þar reyndist markvörður Selfyssinga þeim erfiður ljár í þúfu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is