Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2011 01:01

Jafnaði heimsmet og setti sex Íslandsmet

Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamaður frá Grundarfirði, er aldeilis að gera það gott í kraftlyftinga-bransanum þessa dagana. Rúnar var að keppa á móti sl. laugardag hjá kraftlyftingasambandi sem heitir RAW, hjá Magnúsi Ver Magnússyni. RAW þýðir einfaldlega hrátt og þar er allur búnaður bannaður. Þar má maður einungis vera með belti og öryggisvafninga um úlnliði og hné. Þar keppti Rúnar í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Hann tók 417,5 kg í samanlögðu og var í -67,5 kg flokki. Rúnar gerði sér lítið fyrir og jafnaði heimsmet hjá þessu sambandi í réttstöðulyftu og þegar hann fór að rýna í önnur heimsmet þá bætti hann einnig heimsmet í hnébeygju um 2,5 kg auk þess að setja sex Íslandsmet.

 

 

 

 

“Ég fæ öll Íslandsmetin skráð en ekki Heimsmetin vegna þess að þetta var ekki alþjóðlegt mót. Það truflar mig svo sem ekki mikið þar sem að ég veit þetta sjálfur,” sagði Rúnar glaður í bragði þegar hann sýndi ljósmyndara Skessuhorns alla verðlaunagripina sína.  Rúnar er margfaldur Íslandsmeistari, hefur sett Íslandsmet alls tólf sinnum og einu sinni hefur hann orðið Evrópumeistari, alltaf í -67,5 kg flokki. Í sumar ætlar hann að taka sér hlé frá keppnum og æfa vel til að komast upp í -75 kg flokkinn en stefnan er sett á að vera í þeim þyngdarflokki þegar hann og bróðir hans, Heiðar Geirmundsson, fara út til Flórída og keppa á HM í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is