11. maí. 2011 07:01
Mikill körfuboltaveisla var í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum á Akranesi á föstudaginn síðasta er þá mættu þrír af gulldrengjum Skagans á svæðið. Þeir Pavel Ermolinskij, Jón Orri Kristjánsson úr Íslandsmeistaraliði KR og silfurdrengurinn Fannar Freyr Helgason fyrirliði Stjörnunnar mættu á sinn gamla heimavöll og kenndu öll helstu „trixin“ á skemmtilegri æfingu. Um 70 körfuboltaiðkendur mættu og skemmtu sér vel með stjörnunum. Í lokin var pizzaveisla í boði Landsbankans. Mikil stemning er fyrir að halda slíkan viðburð aftur í haust áður en körfuboltavertíðin hefst. Fyrirhugaðar eru sumaræfingar í körfunni sem körfuknattleiksdeild ÍA mun kynna nánar innan skamms.