Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2011 02:07

Auknar byggðatengingar í nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi

Ríkisstjórnin afgreiddi á fundum sínum í dag nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnunar-kerfi til umsagnar þingflokka stjórnarflokkanna. Ætlunin er að það verði síðan kynnt fyrir hagsmunaaðilum áður en kemur til meðferðar og afgreiðslu Alþingis. Á ferðinni eru í raun tvö frumvörp, það stærra kveður á um framtíðarskipulag fiskveiða og nýtingu veiðiheimilda og hið minna um skammtímaaðgerðir ef til kemur tímabundin aukning fiskveiðiheimilda.  Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vildi sem minnst um þessi frumvörp segja þegar Skessuhorn hafði tal af honum í morgun. Sagði þó að í frumvarpinu um fiskveiðistjórnun til framtíðar væri tekinn af allur vafi um auðlindina sem þjóðareign og skýrt kveðið á um nýtingarrétt útgerða en ekki eignarrétt. Frjálst framsal aflaheimilda verður afnumið og er það því grundvallar breyting í stjórnun fiskveiða. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um hækkun veiðigjalds um helming og að 30% af því fari til sjávarbyggða. Jón sagði talsverðar byggðatengingar vera í þessum frumvörpum. Í skammtíma frumvarpinu væri m.a. gert ráð fyrir að ef til aflaaukningar kæmi yrði heimilt að veita meiri heimildir til strandveiða en áður. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is